Veflausnir UTS - Ytri vefir

Eitt af verkefnum UTS er að bjóða háskólasamfélaginu upp á tækni til að setja fram vefi og vefsíður. Vefir eru mjög ólíkir hvað varðar tækni, efni og hlutverk, en lausnir UTS má flokka í fjóra meginflokka.

Aðalvefur

Aðalvefur Háskóla Íslands er helsta kynningartæki hans út á við. UTS rekur grunnkerfið sem vefurinn byggir á, vefþjóna, skráaþjóna og gagnagrunnsþjóna. Ofan á grunnkerfunum keyrir vefumsjónarkerfið Drupal sem UTS rekur í samvinnu við markaðs- og samskiptasvið. Markaðs- og samskiptasvið sér svo um að efnið á vefnum sé fyrsta flokks.

Stofnanavefir

Stofnunum tengdum Háskólanum er boðið upp á setja fram vefi í sama tæknilega umhverfi og notað er fyrir aðalvef Háskólans. UTS rekur í þessu tilfelli grunnkerfi og vefumsjónarkerfi.Efni og útliti stofnanavefja er ritstýrt að töluverðu leyti eftir leiðbeiningum markaðs- og samskiptasviðs, en efni þeirra er annars á ábyrgð stofnanna sjálfra.

Sérvefir

Ráðstefnur, verkefni, nemendahópar og fleira geta líka sótt vefþjónustu til UTS. Boðið er upp á aðgang að grunnkerfi ásamt grunnuppsetningu á vefkerfunum Drupal eða Wordpress. Eigandi getur valið hvort skráð er sérstakt undirlén fyrir vefinn eða ekki. Eftir grunnupsetningu er rekstur vefkerfisins á ábyrgð eiganda vefsins. Efni vefsins er að sjálfsögðu á ábyrgð og valdi eiganda en mælst er til þess að stuðst sé við hönnunarstaðal Háskólans. Nærþjónusta við sérvefi er í höndum hvers sviðs fyrir sig. Greitt er fast mánaðargjald fyrir sérvefi.

Einkavefir

Einkavefir eru hugsaðir fyrir einstaklinga innan háskólans. Þar eru nokkrar leiðir í boði. Sú leið sem hvað lengst hefur verið í boði er að setja upp vef á heimasvæði notanda. Slíkur vefur birtist undir slóðinni notendur.hi.is/notandanafn. Höfundar vefja í þessu umhverfi hafa mikið frelsi, en það krefst ákveðinnar tæknilegrar kunnáttu. Mælst er til þess að stuðst sé við hönnunarstaðal Háskólans. UTS sér um rekstur grunnkerfisins undir þessum vefjum

Til að bregðast við óskum um einfaldara umhverfi og samræmt útlit var ný þjónusta opnuð vorið 2010. Þar gefst hverjum háskólaborgara kostur á að setja upp vef í einföldu vefkerfi. Þetta kerfi kallast Wordpress og nýtur mikilla vinsælda um allan heim. Útlit vefja í kerfinu er samræmt hönnunarstaðli Háskólans. Notkun þessa kerfis hefur marga kosti fyrir almennan notanda. Vefur í þessu kerfi birtist undir slóðinni uni.hi.is/notandanafn. UTS rekur grunnkerfi og vefkerfi þessara vefja. Hægt er að koma því þannig við að hoppað sé sjálfkrafa frá notendur.hi.is vef yfir á uni.hi.is notanda.

Einnig er boðið upp á bloggkerfi fyrir alla háskólaborgara undir slóðinni blogg.hi.is/notandanafn. Þjónustan er mjög svipuð uni þjónustunni, enda byggð á sama vefkerfi en boðið er upp á heldur frjálslegri framsetningu, enda hugsuð fyrir kvikara efni.

Líftími einkavefja fylgir gefnu notandanafni.

Ábyrgðarsvið ytri vefja

Eldri lausnir

Ýmis tækni sem hefur verið notuð í veflausnum við Háskólann er ýmist horfin eða á útleið. Dæmi um slíkt er SoloWeb vefkerfið sem keyrir á úreltum vélbúnaði sem verður ekki endurnýjaður.