Bókanir tölvuvera

Beiðnir um tímabókanir í tölvuver fyrir námskeið eða ráðstefnur skal senda á netfangið kennslustofur@hi.is eða hafa samband við Þjónustuborð Háskólatorgs í síma 525 5800.
Ávallt er nauðsynlegt að taka fram hver stendur að viðburðinum, nafn og kennitölu greiðanda, tímasetningu og hvaða stærð af stofu/sal óskað er eftir. Ef bókanir eru fyrir aðila innan Háskóla Íslands er nauðsynlegt að taka fram viðfangsnúmer.

Gjaldskrá tölvuvera:

Verð á leigu tölvuvers pr. klst.: (fjöldi tölva x 150,- kr/klst.)

Tölvuver Fjöldi tölva Kr./klst
Askja 166 25 3750,- kr/klst.
Árnagarður 318 (án kennaratölvu) 20 3000,- kr/klst.
Eirberg C-105 21 3150,- kr/klst.
Gimli 101 22 3300,- kr/klst.
Hagi (án kennaratölvu) 6   900,- kr/klst.
Háskólatorg 204 41 6150,- kr/klst.
Háskólatorg 302, Aðgengissetur 11 1650,- kr/klst.
Læknagarður (án kennaratölvu) 10 1500,- kr/klst.
Oddi 102 19 2850,- kr/klst.
Oddi 103 (án kennaratölvu) 11 1650,- kr/klst.
Oddi 301 39 5850,- kr/klst.
Stakkahlíð, Smiðja (án kennaratölvu) 16 2400,- kr/klst.
Veröld VHV-230, Tungumálamiðstöð 7 1050,- kr/klst.
Veröld VHV-231, Tungumálamiðstöð 17 2550,- kr/klst.
VR-II, stofa 260 (án kennaratölvu) 22 3300,- kr/klst.
VR-II, stofa 353 (án kennaratölvu) 12 1800,- kr/klst.

Þegar tölvuver er leigt til aðila utan HÍ, eða í þeim tilvikum þar sem nemendur eru ekki með notandanöfn hjá HÍ, þarf sérstaklega að sækja um notendanöfn. Þetta þarf að gera með nokkurra daga fyrirvara. Mælt er með því að sá sem leigir, fari degi fyrir kennslu í tölvuverið og athugi hvort notendanöfnin virki rétt, sem og hugbúnaður.

Ætíð skal haft samband við Tölvuþjónustu UTS ef setja þarf upp hugbúnað í tölvuveri. Æskilegt er að slíkar beiðnir berist fyrir upphaf kennslumisseris. Beiðnir um uppsetningar sendist á help@hi.is. Vinna við uppsetningu hugbúnaðar er á kostnað umbeiðanda.