Prentkvóta má bæði kaupa hjá þjónustuborði, Háskólatorgi eða í Uglunni.
Ef þú ert með kreditkort getur þú bætt við prentkvótann í Uglu, með því að fara í "Tölvuþjónusta" og velja þar "Prentkvóti".
Á sama stað sérðu einnig notkun og stöðu á prentkvóta. Uppfærsla á þessum upplýsingum kemur inn eins og hér segir:
- Kaup á prentkvóta: Verður sýnilegt hér nokkrum mínútum eftir kaupin.
- Prentun í tölvuverum: Upplýsingar uppfærast einungis á næturna og því ekki hægt að sjá raunverulega stöðu fyrr en daginn eftir prentun.
Athugið að prentkvóti er einungis virkur á meðan á námi stendur og ekki er möguleiki að biðja um endurgreiðslu á ónýttum prentkvóta.