Starfsmenn: Þessi tenging (DHCP) er einungis notuð í undantekningartilvikum þegar tölva (eða tæki) er að tengjast netinu í gegnum veggtengil í mismunandi byggingum. T.d. fartölva sem er reglulega að tengjast í veggtengil í fleiri en einni byggingu.
ATH að þetta er oftast óþarft þar sem þráðlaust net (eduroam) er til staðar á flestum stöðum fyrir tæki sem flakka á milli bygginga.
Allar vélar sem eru skráðar í DHCP fá IP tölur á sjálfvirkan hátt. Ýmist breytilegar eða fastar eftir því hvort um er að ræða þráðlausar (eða flakkara) eða borðtölvur í veggtengli (vírað net). Sótt er um þessa tengingu í Uglu (aðeins fyrir starfsmenn): Forsíða -> Tölvuþjónusta -> Umsóknir -> Föst tenging (óháð staðsetningu)
Nemendur: Þessar stillingar hér að ofan eiga við þegar tölvan þarf að tengjast Garðanetinu.
Til að tölva geti tekið við IP tölu á sjálfvirkan hátt þá þarf netkortið að vera stillt þannig að það geti tekið við úthlutaðri IP tölu. Til að ganga úr skugga um hvort þitt netkort geti tekið við úthlutaðri IP tölu smelltu þá á viðeigandi stýrikerfi hér að ofan (Hvaða stýrikerfi er ég með?):