Notandamynd hóps

Það er þægilegt að hafa ákveðið logo eða mynd fyrir hópinn til að auðvelda meðlimum að þekkja hópana í sundur myndrænt. Það er auðvelt að breyta því fyrir þá sem stjórna hópnum.

1) Farðu inn í hópinn í Teams og veldu flipann „Hópar“. Smelltu svo á punktana þrjá við nafn hópsins sem þú vilt breyta og veldu „Breyta hópi“ (þú verður að vera eigandi að hópnum til að geta þetta):
Veldu Hópar og svo Breyta hópi undir punktunum þrem

2) Hér getur þú valið úr myndum eða smellt á „Hlaða upp“ til að setja inn mynd sem þú átt í tölvunni:
Smelltu á Hlaða upp

3) Þegar þú hefur hlaðið upp mynd eða valið mynd úr listanum smelltu þá á „Uppfæra“
Smelltu svo á Uppfæra

Þá er hópurinn kominn með nýja mynd sem auðveldar meðlimum að þekkja hann frá öðrum.