eduroam - handvirk uppsetning fyrir Windows 8 og 8.1

Ef sjálfvirka uppsetningin fyrir Windows 8 virkar ekki þá gæti þurft að setja upp eduroam tenginguna handvirkt eins og sýnt er hér að neðan. En við mælum eindregið með því að notendur notist við sjálfvirku uppsetninguna: Sjálfvirk uppsetning á eduroam

Rótarskírteini sett inn:

Fyrst þarf að byrja á því að sækja og setja inn rótarskírteini HÍ í tölvuna.

1) Smellið hér á takkann fyrir neðan til að sækja rótarskírteinið:

Sækja skrá

 

2) Merkið við "Open with" og smellið því næst á "OK":

Opening cacert.cer

 

3) Smellið því næst á "Open". Hér gæti komið upp öryggis-viðvörun frá Windows. Smellið þá á "OK" eða "Yes":

Open File - Security Warning

 

4) Smellið því næst á "Install Certificate":

Install Certificate

 

5) Merkið við "Local Machine" og smellið á "Next":

Local Machine

 

6) Merkið við "Place all certificates in the following store" og smellið því næst á "Browse":

Place all certificate in the following store

 

7) Finnið "Trusted Root Certification Authorities", merkið við það og smellið á "OK". Þá ætti glugginn sem er eftir að líta út eins og myndin hér að ofan. Smellið þá á "Next":

Select Certificate Store

 

8) Smellið því næst á "Finish":

Compleating the Certificate Import Wizard

 

9) Þá ætti þessi gluggi að koma upp sem segir ykkur að rótarskírteinið er komið á vélina.

Import successful

 

 

Eduroam sett upp:

Nú þegar rótarskírteinið er komið inn að þá getum við byrjað á því að fara setja upp eduroam tenginguna handvirkt. Það er gert svona:

 

10) Fyrst þurfum við að opna "Network and Sharing Center". Það er t.d. gert með því að fara í "Start" valmyndna og byrjum að skrifa "Network and Sharing Center" og smellum svo á það þegar það birtist í listanum. Einnig er hægt að hægri-smella á net-táknið neðst til hægri á skjáborðinu og velja þar "Network and Sharing Center":

Open Network and Sharing Center

 

11) Smellið á "Set up a new connection or network":

Network and Sharing Center

 

12) Smellið hér á "Manually connect to a wireless network" og því næst á "Next". Ef þið sjáið ekki þennan möguleika þá gangið úr skugga um að kveikt sé á þráðlausa netkortinu.

Manually connect to a wireless network

 

13) Setjið inn eftirfarandi upplýsingar:

  • Network name: eduroam
  • Security type: WPA2-Enterprice (WPA2)
  • Encryption type: AES
  • Hakið við "Start this connection automatically"

Smellið því næst á "Next":

Enter information

 

14) Smellið á kassann "Change connection settings":

Change connection settings

 

15) Hakið við "Connect automatically when this netowrk is in rage". Smellið því næst á "Security" flipann:

eduroam Wireless Network Properties

 

16) Gangið úr skugga um að allar stillingar eru sem hér segir:

  • Security type: WPA2-Enterprise
  • Encryption type: AES
  • Network authentication: Microsoft: Protected EAP (PEAP)
  • Hakið svo við "Remember my credentials..."

Smellið því næst á "Settings":

eduroam Wireless Network Properties - Security

 

17) Í þessum glugga gerum við eftirfarandi:

  • Hakið við "Verify the server's identity by validating the certificate"
  • Hakið við "Connect to these servers..."
  • Skrifið í reitinn þar fyrir neðan: edurad1.rhi.hi.is;edurad2.rhi.hi.is
  • Finnið í listanum og hakið við: University of Iceland Certificate Authority

Smellið því næst á "Configure...":

Protected EAP Properties

 

18) Gangið úr skugga um að ekki sé hakað í boxið. Smellið því næst á "OK"

EAP MSCHAPv2 Properties

 

19) Smellið síðan á OK aftur til að fá upp gluggann aftur hér að neðan.

20) Smellið á "Advanced settings":

eduroam Wireless Network Properties - Advanced settings

 

21) Hakið við "Specify authentication mode" og veljið í flettilistanum "User or computer authentication". Smellið því næst á "OK":

Advanced Settings

 

22) Smellið á OK tvsivar og lokið svo"Manually connect to a wireless network" með því að smella á "Close":

Manually connect to a wireless network

 

23) Nú er eduroam tilbúið. Næst þegar þú ert staðsett(ur) þar sem eduroam er í boði þá tengið þið tölvuna eins og sýnt er hér í skrefi 8 og áfram: Eduroam fyrir Windows 8 og 8.1