Almennt þegar upptökur eru færðar úr Uglu eða Moodle yfir í Canvas eru þær settar í þína Canvas möppu í Panopto. Hér er sýnt hvernig þú getur fært upptökurnar úr þinni möppu yfir á Canvas vef námskeiðs. Ef þig vantar að láta færa upptökur hafðu samband við UTS á help@hi.is eða gegnum þjónustugáttina á hjalp.hi.is
1) Þú ferð inn á rec.hi.is og skráir þig inn með því að velja "Háskóli Íslands Canvas" í felliglugganum og ýtir á "Sign in"
2) Veldu "Authorize" ef þú færð upp þessa tilkynningu
3) Smelltu á "My Folder" til að sjá upptökurnar þínar. Oft eru upptökurnar settar í undirmöppu merktri misseri og námsskeiðsnúmeri, smelltu þá á undirmöppuna.
4) Hakaðu í þær upptökur sem þú vilt færa inn á námskeið, eftir að þú hakar í fyrstu upptökuna birtist kassi sem hægt er að haka í ef þú vilt velja allar upptökur á síðunni í einu. Þegar þú hefur valið þær upptökur sem þú vilt afrita yfir á námskeiðið smelltu á "Copy"
5) Þú finnur möppu námskeiðsins í felliglugganum annað hvort með því að opna felliglugganum og undir "Default Folder" finnurðu öll námskeið sem þú kennir, veldu rétt námskeið og passaðu að velja rétt misseri. Önnur aðferð er að skrifa námskeiðsnúmerið í felligluggann og þá poppa upp möppur með þessu númeri, veldu rétt misseri.
6) Þegar þú hefur valið rétt möppu smellir þú á "Copy" til að afrita upptökurnar inn á námskeiðið
7) Nú sérðu upptökurnar inn á námskeiðinu undir "Panopto Video"