Proxy stillingar í Firefox

Svona stillir þú proxy stillingar í Firefox.

1) Opnaðu Firefox.

2) Þar smellir þú á "Tools" (eða línurnar þrjár efst, lengst til hægri) og velur þar "Options":
Firefox options

3) Þá opnast nýr flipi. Veldu þar "Advanced" í valmyndinni vinstra megin. Smelltu því næst á "Network" flipann. Smelltu svo á "Settings" takkann undir Connection:
Firefox advaced settings

4) Í "Connection Settings" glugganum merkir þú við "Manually proxy configuration" og skrifar fyrir HTTP Proxy: proxy.rhi.hi.is og fyrir Port: 8080
5) Hakaðu einnig við "Use this proxy server for all protocols" og smelltu því næst á "OK" og þá ætti vafrinn að vera kominn með proxy stillingar:
Connection settings

ATH að ef þú vilt taka proxy stillingar af þá skaltu haka við "Use system proxy settings" eða þá "No proxy".