Tilkynningar í innhólf frá hópi - Outlook

Hver og einn getur valið hvort og hvaða tilkynningar hann fær í innhólfið sitt þegar umræður eru í gangi eða þegar viðburður er settur inn.

1) Farðu inn í hópinn á outlook.hi.is og smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu :
Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu

2) Smelltu á „Manage group emails“:
Smelltu á "Manage group emails"

3) Veldu hér það sem hentar þér fyrir þennan hóp:

  • Follow in inbox
    • Receive all conversations and events: Fáðu tölvupóst í innhólfið þitt í hvert skipti sem umræðu og/eða viðburði er bætt við hópinn
  • Stop following in inbox
    • Receive replies to you and group events only: Fá eingöngu svör beint til þín og dagbókarfærslur hópsins í innhólf
    • Receive replies to you only: Fá eingöngu svör beint til þín í innhólf
    • Don't receive any group messages: Fá engin hópskilaboð í innhólf. Getur alltaf séð allar umræður og viðburði í hópnum sjálfum en ert ekki að fá skilaboð í innhólfið þitt

Smelltu svo á "Save" þegar þú hefur valið:
Veldu það sem við á og smelltu á "Save"