Outlook í windows 10

1) Ef þú ert að nota outlook forritið í windows ætti pósthólfið að birtast sjálfkrafa í outlook eftir að þér hefur verið bætt á það.

 

2) Til að geta sent í nafni sameiginlega netfangsins þarftu að fara í "New Email".

 

3) Ýtið á "From" og farið í "Other Email Address...". Ef from er ekki sýnilegt farið í Options og ýtið á "From" þar, þá birtist takkinn.

 

4) Ýtið á "From..." takkann.

 

5) Skrifið inn nafnið á pósthólfinu, veljið það og ýtið á OK. Veljið more columns ef þið viljið frekar leita eftir netfanginu.

 

6) Ýtið á "OK".

 

7) Þá getið þið framvegis valið hvort þið sendið úr ykkar pósthólfi eða sameiginlega pósthólfinu.