Þjöppun og afþjöppun skráa .zip, .rar ofl.

Zip - þjöppun/afþjöppunOft þegar maður nálgast forrit eða önnur gögn af netinu þá hafa skrárnar verið settar saman í eina skrá og þjappað ("zippuð") saman þar til að minnka stærð. Þau geta verið þjöppuð með mismunandi aðferðum sem þýðir að það gæti þurft mismunandi forrit til að afþjappa.

Algengasta aðferðin er svokallað ZIP. Þetta er innbyggt í Windows stýrikerfið og hér á efnislistanum til vinstri eru leiðbeiningar hvernig þú afþjappar ZIP skrár í Windows.

Önnur algeng forrit eru:

  • Win-RAR: http://www.win-rar.com/ (sem notast við RAR þjöppun en einnig hægt að nota það forrit við annarskonar þjöppun eins og ZIP)
  • 7-Zip: http://www.7-zip.org/ (ókeypis forrit sem getur þjappað og afþjappað í flestum þekktum þjöppunarformötum)