Eduroam fyrir Windows 11

Hér er sýnt hvernig þið setjið inn eduroam netstillingar í Windows 11.

Munið að nota ávallt fullt netfang þegar þið tengist eduroam (með @hi.is).

Stillingar settar inn:

ATH að þetta þarf að gera þar sem tækið kemst í netsamband og því gott að gera þetta áður en mætt er með tölvuna á háskólasvæðið.

1) Byrjið á því að sækja uppsetningarskránna hér:
Sækja eduroam skrá

2) Opnaðu skránna og þá birtist þessi gluggi. Smellið á „Next“:
Welkome to the eduroam installer

3) Þessi gluggi gæti þá komið upp hjá þér og þá er bara að smella á „OK“:
Virkar einungis fyrir HÍ notendur

4) Nú þarftu að setja inn allt HÍ tölvupóstfangið þitt í username (með @hi.is) og lykilorðið þitt, það sama og þú notar á Uglu, smella svo á „Install“:
Setjið inn netfang og lykilorð

5) Nú kemur viðvörun um að þú sért að setja inn rótarskírteini fyrir HÍ. Smelltu á „Yes“:
Security Warning

6)
Þegar innsetningin er búin smelltu þá á Next

 

7) Þá hefurðu lokið við að ná í eduroam uppsetningarskránna og ættir að geta tengst eduroam þegar það er í boði. Smelltu á „Finish“:
Installation complete. Smelltu á Finish.

Tengja við eduroam:

Þegar þú hefur gert stillingarnar hér að ofan og ert með tækið í byggingu þar sem eduroam er aðgengilegt (Hvar sem er í heiminum) að þá tengir þú tækið þitt svona:

Það eru ýmsar leiðir í Windows 11 hvernig á að tengjast netinu og er þetta einungis ein af þeim leiðum.

8) Smelltu á net-íkonið neðst til hægri:
Smelltu á net íkonið

9) Smelltu á örina við hliðina á WiFi íkoninu:
Smelltu á örina við hliðina á WiFi íkoninu

10) Nú sérðu lista af þráðlausum netum í boði. Veldu „eduroam“. Hakaðu við „Connect automatically“ til að láta tölvuna tengjast sjálfkrafa næst þegar hún sér eduroam netið. Smellið loks á „Connect“:
Veldu eduroam og smelltu á Connect

11) Settu inn netfang og lykilorð og smelltu á „OK“:
Settu inn netfang og lykilorð

12) Ef þessi gluggi kemur upp smelltu þá á „Connect“:
Smelltu á Connect

13) Nú ætti vélin að vera tengd eduroam. Ef þú þarft á einhverjum tímapunkti að setja inn notandanafn og lykilorð mundu þá að nota netfangið þitt (notandanafn@hi.is) og svo sama lykilorð og þú notar í Uglu.

Vinsamlegast leitið til tölvuþjónustunnar Háskólatorgi eða Hamri ef þið lendið í vandræðum með að tengjast eftir að uppsetningu er lokið eða ef þið náið ekki að klára uppsetninguna.