Nýr viðburður - MacOS

1) Til að bæta við nýjum viðburði í dagbókina sem er bara ætlaður sem áminning fyrir þig en ekki fundur sem þú ætlar að bjóða fleirum á er best að velja „Appointment“ undir Home flipanum:
Veljið "Appointment" undir "Home" flipanum

2) Þú býrð til nafn á viðburðinn í „Subject“, setur inn staðsetningu í „Location“, velur svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn. Þú getur svo valið að setja frekari skýringu þar fyrir neðan. Þú getur breytt því hvernig aðrir sjá þig undir „Show as:“. Það virkar vel þegar aðrir eru að reyna bóka þig á fund. Þá sjá þeir hvort þú sért upptekin(n) eða ekki. Sjálkrafa er það stillt á „Busy“. Þegar þú ert búin(n) að stilla viðburðinn eins og þú vilt hafa hann smellir þú á „Save & Close“ og þá birtist viðburðurinn í dagatalinu þínu:
Fyllið út viðburðinn og smellið svo á "Save & Close"