Eyða hópi

Hér á eftir er sýnt hvernig hópi er eytt. ATH að ekki er hægt að hætta við þessa aðgerð eftir að smellt hefur verið á „Eyða hópi“ í skrefi 2. Öll gögn sem tilheyra hópnum verður eytt. Þetta skal því ekki gera nema að vel ígrunduðu máli.

1) Opnaðu Teams og undir „Hópar“ smelltu á punktana þrjá við þann hóp sem þú vilt eyða og smelltu á „Eyða hópnum“:
Smelltu á punktana þrjá og veldu Eyða hópi

2) Lestu vel textann „Ertu viss um að þú viljir eyða hópnum? Öllum rásum, spjalli, skrám og Office 365-hóp þessa hóps verður eytt.“ Ef þú ert enn viss um að þú viljir eyða hópnum hakaðu þá í reitinn „Ég átta mig á því að öllu verður eytt.“ og smelltu á „Eyða hópi“:
Hakaðu í reitinn og smelltu á Eyða hópi