OneDrive - uppsetning á Windows 10

Hér að neðan er sýnt hvernig þú setur upp OneDrive í Windows.

Hér er gert ráð fyrir að þú hafir sótt þér Office 365 fyrir Windows. Þar fylgir með OneDrive. Ef þú hefur ekki sett það upp hjá þér þá eru leiðbeiningar um hvernig það er gert hér: Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum fyrir Windows 10

Byrjaðu á því að finna og opna OneDrive á tölvunni, þú getur farið í starthnappinn (Windows íkonið) niðri í vinstra horninu og skrifað OneDrive:
Finnið OneDrive og opnið það

2) Skrifaðu HÍ netfangið þitt og smelltu á „sign in“:
Settu inn netfang og smelltu á "Sign in"

3) Ef þú færð upp þennan glugga, veldu „Work or school“:
Veldu "Work or school"

4) Skrifaðu inn lykilorðið þitt og smelltu á „Sign in“:
Skrifaðu inn lykilorð og smelltu á "Sign in"

5) Hér getur þú breytt staðsetningu á því hvar þú vilt geyma gögnin sem eru fyrir OneDrive. Smelltu þá á "Change location". Smelltu nú á „Next“:
Smelltu á "Next"

6) Ef þú vilt ekki ná í einhverja möppu taktu hakið úr. Smelltu svo á „Next“:
Veldu möppur sem á að synca. Smelltu svo á "Next"

7) Smelltu þrisvar á píluna niðri í hægra horninu:
Smelltu þrisvar á píluna

8) Smelltu á „Open my OneDrive folder“:
Smelltu á "Open my OneDrive folder"

9) Nú opnast OneDrive svæðið. Hér hægra megin er svo komið svæði fyrir OneDrive möppuna þína. Nú vinnur þú með þetta svæði eins og hvern annan harðan disk eða möppu:
OneDrive komið á vélina

Allt sem þú setur hér undir er nú einnig aðgengilegt á netinu og öðrum vélum sem eru með OneDrive uppsett.