Office 365 hugbúnaðurinn er ekki til fyrir Linux og því þurfa Linux notendur að notast að mestu við vefútgáfur af Office 365 hugbúnaðinum. Vefútgáfurnar eru mjög öflugar og því kemur það kannski ekki mikið að sök.
Linux notendur fara því á office365.hi.is þar sem hægt að velja allan þann hugbúnað sem í boði er:
Við mælum með því að Linux notendur notist við vefútgáfur af Office 365 hugbúnaðinum. Það er þó til hugbúnaður sem talar ágætlega við Office 365 og einn þeirra er Evolution sem er póst- og dagbókarkerfi. Gætu notendur því notast við það ef þeir vilja hafa hugbúnaðinn á sínum vélum. Sjá leiðbeiningar hér: Evolution fyrir Linux
Einnig eru hér leiðbeiningar fyrir Thunderbird og IMAP stillingar.