Háskóli Íslands hefur gert samning um kaup á EndNote hugbúnaðinum. Þessi samningur kveður á um leyfi fyrir nemendur og starfsmenn HÍ
Hugbúnaðurinn er í boði fyrir Windows og MacOs X.
Vinsamlega athugið að hugbúnaðurinn er ekki ætlaður til dreifingar.
1) Til að nálgast EndNote skráið ykkur þá inn í Uglu og farið þar undir Tölvuþjónusta -> Hugbúnaður -> EndNote
2) Þegar komið er á síðuna getið þið nálgast uppsetningarskránna. Munið að lesið yfir skilmálana og fylgja þeim. Þið sækið svo skránna annað hvort fyrir Windows eða Makka með því að smella á viðeigandi tengil:
Þegar búið er að sækja skránna þá þarf að setja það upp: Uppsetning á Endnote í Windows
Hér má finna nokkra punkta um notkun á Endnote
Sjá líka upplýsingar um Zotero sem er opinn hugbúnaður sem er ekki ósvipaður EndNote.