EndNote

EndNote logoNemendur og starfsfólk við Háskóla Íslands hefur aðgang að EndNote hugbúnaðinum, í boði fyrir Windows og macOS stýrikerfin. Vinsamlegast athugið að hugbúnaðurinn er ekki ætlaður til dreifingar.

1) Til að nálgast EndNote skráið þið ykkur inn á Uglu og farið þar undir Tölvuþjónusta -> Hugbúnaður -> EndNote

2) Þegar komið er á síðuna getið þið nálgast uppsetningarskrána. Smellið á viðeigandi tengil til þess að sækja skrána fyrir ykkar stýrikerfi:

3) Þegar búið er að sækja skrána þá þarf að keyra hana til að setja forritið upp. Hér eru til hliðar er hægt að finna nánari leiðbeiningar fyrir uppsetningu á EndNote í Windows og macOS.