Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu með textaskilaboðum (SMS)

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.

Auðkenningin er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum og sendir tilkynningu í farsíma til að staðfesta innskráningu. Notendur þurfa ekki að staðfesta innskráningu þegar þeir eru tengdir háskólanetinu.

Hér er sýnt hvernig tveggja þátta auðkenning með textaskilaboðum (SMS) er sett upp. Við mælum þó frekar með auðkenningu í gegnum Authenticator appið en hér eru leiðbeiningar hvernig það er sett upp: Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu

1) Farðu inn á mfa.hi.is. ATHUGIÐ að það er best að gera þetta í öðru tæki en símanum sem þú notar fyrir tvíþætta auðkenninguna.
mfa.hi.is

 

2) Sláðu inn netfang og smelltu á „Áfram“:

Sláið inn netfang og smellið á Áfram

3) Sláðu inn aðgangsorð og smelltu á „Áfram“:
Sláið inn aðgangsorð og smellið á Áfram

4) Ef þú ert að nota þína eigin tölvu þá er gott að merkja hér við „Já“. Ef þú hins vegar ert á tölvu sem fleiri hafa aðgang að að þá er betra að merkja við „Nei“ hér:
Skráð(ur) inn áfram

5) Smelltu hér á „Áfram“:
Nánari upplýsingar

6) Smelltu hér á „Ég vil setja upp aðra aðferð“:
Ég vil setja upp aðra aðferð

7) Veljið „Sími“ í fellilistanum:
Veldu síma sem aðferð við auðkenningu

8) Hér setur þú inn símanúmerið þitt, merkir við „Sendið mér kóða“ í textaskilaboði og smellir á „Áfram“:
Settu inn símanúmer

9) Kóðinn kemur í símann sem textaskilaboð (SMS):
Kóðinn kemur í textaskilaboðum (SMS)

10) Sláðu inn kóðann sem þú fékkst sem textaskilaboð (SMS) og smelltu á „Áfram“:
Sláðu inn kóðann

11) Nú ætti þessi skjár að birtast hjá þér þar sem segir að textaskilaboðin hafi verið sannprófuð. Smelltu á „Áfram“:
Textaskilaboð sannprófuð

12) Nú ætti allt að vera klárt fyrir tveggja þátta auðkenningu með textaskilaboðum (SMS). Smelltu á „Lokið“:
Þetta tókst

Nú í hvert skipti sem þú skráir þig inn á síður eða kerfi HÍ og ert utan HÍ netsins, þá ertu beðin um að samþykkja innskráninguna með kóða sem þú færð sem textaskilaboð í símann.