UTS mælir með því að notendur notist við Outlook fyrir MacOS en þó eru margir sem vilja halda sig við Mail hugbúnaðinn og hér eru leiðbeiningar hvernig HÍ pósturinn er settur upp í Mail: HÍ póstur og dagatal í MacOS Mail.
Ef þú hefur ekki þegar sett upp Office 365 í tölvunni þinni þarftu að byrja á því. Sjá leiðbeiningar hér: Niðurhal og uppsetning á Office 365 pakkanum
Ef Office 365 er uppsett í tölvunni geturðu farið í Applications í Finder of fundið Outlook. Dragðu forritið niður á „barinn“ til að hafa það aðgengilegra.
Ef þú ert að opna Outlook í fyrsta skipti farðu þá beint í skref 3.
1) Opnaðu Outlook og farðu í „Tools“ og veldu „Account“:
2) Smelltu á plúsinn „+“ sem er neðst í vinstra horninu:
3) Ef þú er að opna Outlook í fyrsta skipti birtist gluggi þar sem þú skrifar inn HÍ netfangið þitt og smellir á „Continue“:
4) Þá birtist annar gluggi þar sem þú skrifar inn lykilorðið þitt og smellir á „Sign in“:
5) Þá eru búin að skrá HÍ netfangið þitt og Outlook sér um að setja upp pósthólfið þitt. Ef þú hefur áhuga á að bæta við öðrum netföngum velur þú „Add Another Account“ annars velurðu „Done“:
Þá ætti pósturinn að vera uppsettur í Outlook 2016. Ef um mikinn póst er að ræða getur tekið smá stund fyrir allan póstinn að birtast.