Til að tengja iCal dagbók, eins og Google, við Outlook í Android eru tvær leiðir. Hægt er að gera það í vafra fyrir hverja dagbók í einu eins og sýnt er hér of þannig bæta þeim við í öllum öðrum tækjum: iCal (google) dagbók sett inn í Outlook - Vafri
En einnig er hægt að bæta við Google reikningnum beint inn í Outlook í Android og þannig fá bæði aðgengi að gmail og Google calendar inn í Outlook. Svona er það gert.
1) Opnaðu Outlook og veldu á hamborgarann (línurnar þrjár) lengst uppi vinstra megin:
2) Veldu tannhjólið sem er neðst niðri til vinstri:
3) Veldu „Add account“:
4) Veldu „Add an email account“:
5) Ef þú ert með fleiri en einn Google reikning skráðan í tækinu að þá ertu beðin um hvaða reikning þú vilt bæta við Outlook. Veldu hann og veldu svo „Allow“:
6) Nú er Google reikningurinn kominn inn í Outlook. Veldu nú örina lengst uppi til vinstri til að fara til baka:
7) Hér getur þú valið hvaða dagbækur eru sýnilegar í yfirlitinu:
Nú er Google og HÍ póstur og dagatal uppsett í tækinu þínu. Það getur verið að þú viljir stilla hvenær þú færð tilkynningar ofl. fyrir hvort reikning. Hér eru nokkrar stillingar sem vert er að skoða: Útlit og almennar stillingar í dagbók - Android.