Office 32 eða 64 bita

Stundum þarf að vita hvort Office 32 bita eða 64 bita er í notkun. Til dæmis þegar verið er að setja inn villupúka (proofing tools). Það er gert svona:

1. Opnið Office forrit t.d. Word. Smellið á "File" sem er efst í hægra horninu:

Smellið á File

 

2. Smellið á "Account" og því næst á "About Word". Þá opnast gluggi og í efstu línunni þar má sjá hvort um er að ræða 32 eða 64 bita Office.

Account - About