Setja upp undirskrift í Outlook á vefnum

Hér er sýnt hvernig þú útbýrð undirskrift (e. signature) í Outlook í vefpóstinum.

1) Opnaðu vafra og farðu inn á outlook.hi.is

2) Smelltu á tannhjólið uppi í hægra horninu og svo neðarlega á „Sjá allar stillingar í Outlook“:
Smellið á tannhjól og svo á "Mail"

 

3) Smelltu á „Póstur“ og „Skrifa og svara“. Þá geturðu búið til undirskrift sem hentar, skrifaðu undirskritina sem þú vilt hafa í reitinn og breyttu letri og stærð eftir smekk. Ef þú vilt bæta við mynd smellir þú á myndatakkann. Merktu í Setja undirskrift mína sjálfkrafa inn í ný skeyti sem ég bý til" ef þú vilt að undirskriftin birtist í nýjum skeytum og merktu í „Setja undirskrift mína sjálfkrafa inn í skeyti sem ég framsendi eða svara" ef þú vilt fá hana inn í skeyti sem þú svarar eða framsendir.  ATH að fylgja eftir þeim stöðlum sem HÍ gefur. Hér má finna undirskriftir fyrir starfsfólk HÍ sem hægt er að afrita og þá bara breyta nafni, titli o.s.frv.: Hönnunarstaðall - Undirskriftir. Í lokin smellir þú á „Vista“ neðst:

Setjið inn undirskrift og smellið á "Save"