Innskráning með tveggja þátta auðkenningu

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands. Sjá hér nánar hvernig þú setur upp Tveggja þátta auðkenningu

Hér að neðan er sýnt skref fyrir skref hvernig þú skráir þig inn með tveggja þátta auðkenningu.

1) Þegar þú ert kominn inn á síðu þar sem þú þarft HÍ auðkenningu og ert ekki á háskólanetinu þá þarftu að nota tveggja þátta auðkenningu ef þú hefur sett hana upp hjá þér. Tökum hér dæmi að þú ætlar að skrá þig inn á ugla.hi.is. Byrjaðu á því að smella á „Innskráning“:
Ugla innskráning

2) Sláðu inn netfang og smelltu á „Áfram“:
Sláið inn netfang og smellið á Áfram

3) Sláðu inn aðgangsorð og smelltu á „Áfram“:
Sláið inn aðgangsorð og smellið á Áfram

4) Ef þú ert að nota þína eigin tölvu þá er gott að merkja hér við „Já“. Ef þú hins vegar ert á tölvu sem fleiri hafa aðgang að að þá er betra að merkja við „Nei“ hér:
Skráð(ur) inn áfram

5) Þegar þú færð þessa skjámynd á tölvuna eða í símanum að þá er verið að bíða eftir því að þú auðkennir þig með Authenticator (sjá næsta skref):
Verið að bíða eftir að þú auðkennir þig með Authenticator

6) Þú ættir að fá skilaboð á símanum sem þú þarft að samþykkja til að geta skráð þig inn. Gott er að hafa Authenticator opið þegar þetta skref er framkvæmt. Það getur verið misjafnt eftir tækjum hvernig þetta lítur út. Smellið á „Samþykkja“ eða „Approve“:
Samþykkið innskráninguna

7) Nú gætir þú verið beðin(n) um fingrafar eða pin-númer:
Fingrafar eða pin-númer

8) Þegar þessu er lokið að þá ættir þú að vera kominn inn á síðuna/kerfið sem þú varst að skrá þig inn á.