MindManager uppsetning fyrir Windows

Hér eru leiðbeiningar hvernig á að sækja og setja upp Mind Manager í Windows.

1) Fyrst þarf að fara í Ugluna og smella á "Tölvuþjónusta", síðan "Hugbúnaður" og loks "MindManager":
MindManager umsókn

2) Þá kemur upp síða þar sem þú getur nálgast MindManager. ATH að lesa yfir skilmálana en bannað er að láta öðrum í té þann lykil sem þú sækir.

3) Smelltu á viðeigandi mynd til að sækja rétta útgáfu af MindManager. Náðu því næst í leyfislykilinn (neðst) og vertu með hann tilbúinn þar til síðar í uppsetningarferlinu (skref 10 og/eða 13):
Upplýsingar og leyfislykill

4) Síðan keyrir þú forritið upp sem þú varst að sækja: MindManager_16.0.159.exe (eða álíka heiti). ATH að þú gætir þurft að loka öllum Microsoft-forritum áður en uppsetning getur haldið áfram. Þegar þeim hefur verið lokað, veljið þá tungumál (ensku) og smellið á "OK":
Veljið tungumál

5) Smellið því næst á "Next" (ATH að myndir gætu verið frá eldri útgáfu af MindManager en ferlið er það sama):
Welcome to the Mindjet MindManager Installer

6) Haka við "I agree…" og smellið á "Next":
Licence Agreement

7) Hér setur þú inn þitt notandanafn og Háskóli Íslands og smellir svo á "Next":
Customer Information

8) Hér merkir þú við "Standard" og smellir á "Next":
Setup Type

9) Hér getur þú ráðið hvort þú viljir fá flýtileið á skjáborðið (Desktop). Hakaðu við það ef þú óskar þess og smellir svo á "Install". Þetta gæti tekið einhverjar mínútur áður en næsta skref verður virkt:
Ready to Install the Program

10) Smellið á "Finish":
Mindjet Mindmanger Installer Completed

11) Ræsið nú forritið með því að smella á flýtileiðina á skrifborðinu eða finnið það í "All Programs". Þegar MindManager ræsist í fyrsta sinn þá kemur upp þessi gluggi hér að neðan og þá smellið þið á "Enter License Key". ATH ef þessi gluggi birtist ekki og forritið startar upp beint farið þá í skref 14:
Mindjet Mindmanger Activation

12) Hér setjið þið inn lykilinn sem birtist á síðunni í Uglu þegar þið sóttuð forritið (sjá lið 3). Smellið svo á "OK":
Please enter your activation key

13) Nú ætti MindManager að ræsast og tilbúið til notkunnar.

14) Ef þið þurfið að setja inn lykilinn eftir að forritið er uppsett, þá opnið þið MindManager og smellið á "Help" flipann. Smellið því næst á "License Key" og við það á að koma upp svipaður gluggi og í skrefi 12. Setjið inn leyfislykilinn og smellið á "OK". Ef þið hafið tapað lyklinum getið þið farið aftur í Uglu og náð í hann eins og sjá má í skrefi 1-3.
File - Help