Á vef Kennslumiðstöðvar er að finna ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir Panopto: Panopto og upptökur á fyrirlestrum
Hér er myndband sem hentar vel fyrir þá sem eru að taka upp heima eða á öðrum stöðum en í kennslustofum: Panopto leiðbeiningar fyrir kennara
Panopto hentar vel til að taka upp fyrirlestra en einnig fyrir skjáupptökur og kynningar.
Það er hægt að nota Panopto hvar sem er, kennarar geta náð í forritið og tekið upp á sinni eigin tölvu. – Ef kennari er ekki með Panopto forritið uppsett hjá sér, geta þeir nálgast það um leið og þeir hefja upptöku í Canvas. Námskeiðið þar sem upptakan á að vera aðgengileg er valið og smellt á Panopto Video, síðan er smellt á create og valið record a new session
Þegar smellt hefur verið á record a new session er boðið upp á þann möguleika að opna Panopto eða hlaða því niður. Panopto er uppsett í kennslustofum Háskóla Íslands.
Almennt um Panopto:
Upptökuforrit Háskóla Íslands sem tengist inn á geymsluserverinn https://rec.hi.is
- Panopto er upptökukerfi Háskóla Íslands og það nota kennarar til að taka upp kennslustundir og kennsluefni. Einnig er hægt að nota það við að streyma útsendingar. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og hægt er að skoða upptökurnar í flestum vöfrum og snjalltækjum.
- Panopto á að vera uppsett í öllum kennslustofum Háskóla Íslands en að auki geta kennarar sett það upp á sínar eigin tölvur og tekið upp heima.
- Leiðbeiningar fyrir Panopto er að finna á vef Kennslumiðstöðvar: Panopto og upptökur á fyrirlestrum
- Aðstoð vegna Panopto (og Zoom) er í hjálparsíma 525-5550 eða í netfangi help[hjá]hi.is (hér neðst á síðunni eru leiðbeiningahlekkir inn á helstu vandamál sem geta komið upp í Panopto).
- Ef þú vilt færa gamlar upptökur, sem vistaðar voru á Moodle eða Uglu kennsluvefjum, inn á Canvas er best að senda tölvupóst á help@hi.is
- Ef þú eða nemendur geta ekki séð upptökur, þá ber að gæta þess að rétt innskráningarleið sé valin á rec.hi.is, sjá hér:
Leiðbeiningarhlekkur frá Panopto.Com þar sem hægt er að finna ýmsar leiðbeiningar á ensku.