Græn skref UTS

Háskólinn hefur hafið innleiðingu á Grænum skrefum í starfsemi sinni með það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum. Til að innleiðing gangi vel þurfa allir að leggja sitt af mörkum og hefur UTS tekið mörg góð skref í rétta átt í gegnum árin og má þar helst nefna:

  • Prentun á báðar hliðar. UTS hefur meðvitað fjárfest í prenturum sem gefur möguleika á að prenta báðum megin á blaðið (Duplex): Prenta báðum megin á síðu (Duplex)
  • Skjáir slökkva á sér. Skjáir slökkva nú á sér sjálfkrafa þegar tölvur í tölvuverum standa ónotaðar í meira en 20 mínútur.
  • Skönnun í stað ljósritunar. Í stað ljósritunar að þá er boðið upp á ókeypis skönnun sem sendir það sem skannað er beint á uppgefið netfang. Þannig sparast pappír og prentduft og notendur fá skjölin á rafrænu formi: Hvernig á að skanna í skönnum í tölvuverum UTS
  • Ecofont. Í öllum tölvum á vegum UTS er sett inn leturgerð sem heitir ecofont. Ecofont sparar allt að 50% af prentdufti/bleki þegar hún er valin í stað annara algengra leturgerða. Lesið hér nánar um: ecofont