Tveggja þátta auðkenning

Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu með appi
Uppsetning á tveggja þátta auðkenningu með textaskilaboðum (SMS)
Innskráning með tveggja þátta auðkenningu
Bæta við auðkenningaraðferðum
Sjálfgefin innskráningaraðferð
Nota aðra aðferð við innskráningu

Tveggja þátta auðkenning stuðlar að auknu netöryggi fyrir alla nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands.

Auðkenningin er ekki ósvipuð rafrænum skilríkjum og sendir tilkynningu í farsíma til að staðfesta innskráningu. Notendur þurfa ekki að staðfesta innskráningu þegar þeir eru tengdir háskólanetinu.

Smellið á kassana hér að ofan til að fá leiðbeiningar um uppsetningu og innskráningu á tveggja þátta auðkenningu.

Leiðbeiningarmynd fyrir tveggja þátta auðkenningu

Frétt:

Vertu tilbúin(n) og settu upp tveggja þátta auðkenningu fyrir 3. febrúar.

Tveggja þátta auðkenning verður virkjuð hjá öllum starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands þann 3. febrúar 2022.

Tveggja þátta auðkenning er mikilvægur öryggisþáttur og minnkar líkur á að óprúttnir aðilar komist inn á aðganginn þinn og fái þannig aðgang að þínum gögnum og upplýsingum.

Tveggja þátta auðkenning eða fjölþátta auðkenning er þegar þú skráir þig inn með notendanafni og lykilorði auk þess að þurfa að staðfesta með öðrum hætti að þú sért þú.

Tveggja þátta auðkenning eykur ekki bara þitt öryggi heldur alls Háskólasamfélagsins þar sem erfiðara verður að dreifa óværum og svikapóstum á milli Háskólaaðganga.

Þú færð tilkynningu fljótlega eftir 3. febrúar, við innskráningu inn á Háskólaaðganginn þinn, um að ljúka þurfi uppsetningu á tveggja þátta auðkenningu. Þessa uppsetningu þarf aðeins að gera einu sinni.

Eftir þessa breytingu munt þú þurfa að auðkenna þig með tveggja þátta auðkenningu utan Háskólanetsins. Fyrstu dagana verður þó þörf á að auðkenna sig einnig á háskólanetinu en það er gert til að sem flestir fái áminninguna um að skrá sig í tveggja þátta auðkenningu. Þetta á við alls staðar sem þú skráir þig inn á aðganginn þinn, einnig á kennslutölvum.