Endrum og eins sleppa nokkrir tölvupóstar í gegnum varnir okkar þar sem reynt er að fiska eftir aðgangsupplýsingum ykkar með því að biðja um notandanafn og lykilorð.
Í lang flestum tilvikum eru þessir póstar dulbúnir þannig að þeir virðast koma frá sviðum og deildum HÍ og jafnvel frá einstaka notendum og því getur oft verið erfitt að átta sig á að um tölvuþrjóta er að ræða. Það er því MJÖG MIKILVÆGT að allir okkar notendur, sem og aðrir, fylgi þessum grunnreglum:
1. ALDREI gefa upp lykilorðið ykkar:
- ALDREI gefa upp lykilorðið ykkar á síðum sem þið ekki þekkið. Ef innskráningarsíðan eða ferlið er eitthvað öðruvísi en þið eruð vön að þá er það vísbending um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera.
- ALDREI senda lykilorðið með tölvupósti.
2. Viðhengi og tenglar:
Ef þið fáið viðhengi með tölvupóstinum ykkar þá ber að hafa eftirfarandi í huga:
- ALDREI opna viðhengi frá þekktum aðilum sem ekki virðast tengjast vinnunni beint og þið eigið ekki von á nema kanna það nánar t.d. með því senda skilaboð til baka um hvort viðkomandi hafi í raun verið að senda ykkur þetta viðhengi. Það kemur fyrir að tölvuþrjótar noti netföng þeirra sem þið þekkið til að reyna fá ykkur til að opna viðhengi sem gætu innihaldið veirur.
- ALDREI opna viðhengi frá ókunnum aðilum
Ef þið hafið minnsta grun um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera hafið þá strax samband við Tölvuþjónustu UTS og ráðfærið ykkur áður en þið aðhafist eitthvað.
Ef þig grunar að einhver hafi komist yfir lykilorðið þitt að þá skaltu breyta því strax. Hér er sýnt hvernig þú berð þig að: Breyta lykilorði