Mikilvægar upplýsingar um lykilorð

Gefið aldrei upp lykilorðið ykkar

Gefið aldrei upp lykilorðið ykkar

Á hverjum sólarhring stöðvar ruslpóstsía UTS tugi þúsunda ruslpósta en því miður mun alltaf lítill hluti sleppa í gegn og því skulu notendur ávallt vera á varðbergi.

Algengast er að sá ruslpóstur sem sleppur í gegnum síurnar innihaldi beiðni til notenda um að senda til baka notandanafn og lykilorð. Þetta er oft dulbúið sem póstur frá okkur (UTS, RHÍ, IT-Helpdesk, Computer services, Háskóli Íslands o.s.frv.) sem t.d. segir að ef þú svarir ekki að þá mun netfanginu verða lokað eða að pósthólfið sé að fyllast og þú þurfir að svara til að stækka það. Þessi póstur getur verið á ensku og jafnvel á íslensku. Íslenskan er þá oft bjöguð þar sem notast er við google translate en þessir póstar verða betri og betri í hvert skipti.

Því miður að þá eru alltaf einhverjir sem ekki eru nægilega vakandi og senda lykilorðið sitt. Í flestum tilvikum þegar það gerist að þá er netfang viðkomandi notað til að senda ruslpóst í þúsundatali á önnur netföng og þar með talið netfangalista viðkomandi.

 

Reglan eru einföld:

ALDREI gefa upp lykilorðið þitt og alls ekki senda það með tölvupósti

Ef þig grunar að einhver hafi komist yfir lykilorðið þitt að þá skaltu breyta því strax. Hér er sýnt hvernig þú berð þig að: Breyta lykilorði