Nýnemar sem ekki hafa fengið notandanafn og lykilorð skulu lesa hér nánar um ferlið.
- Umsækjendur sækja rafrænt um nám á vef HÍ: http://hi.is/
- Veflykill birtist eftir skráningu (umsækjendur eru hvattir til að vista og prenta út veflykilinn og geyma vel). Upplýsingar um veflykil eru einnig sendar í tölvupósti á uppgefið netfang. ATH að ef þú ert búin(n) að tapa veflyklinum þá þarftu að hafa samband við Þjónustuborðið á Háskólatorgi á haskolatorg@hi.is eða í síma 5255800 til að fá hann uppgefin.
- Umsækjendur geta farið á síðuna: ugla.hi.is/namsumsoknir og skráð uppgefinn veflykil og geta þá fylgst með framvindu umsóknar sinnar. Ráðlagt er að fara inn á síðuna daglega meðan beðið er eftir upplýsingum.
- Greiðsluseðill er sendur út til væntanlegra nemenda ásamt því að birtast í heimabanka.
- Um það bil einum virkum degi eftir að greiðsla hefur átt sér stað má fara inn á síðuna: ugla.hi.is/namsumsoknir og þá er hægt að nálgast notandanafn og lykilorð sem veitir aðgang að Uglu og vefpósti.
- Athuga skal að þegar notandanafn og lykilorð er sótt í fyrsta skipti skulu líða að minnsta kosti 2 klukkutímar áður en reynt er að skrá sig inn.
Það kemur einstaka sinnum fyrir að eitthvað misferst í skráningu sem lýsir sér þannig að lykilorð gengur ekki með notandanafni, þá er nauðsynlegt að nálgast nýtt lykilorð í Tölvuþjónustunni Háskólatorgi eða Hamri. Einungis er hægt að fá úthlutað lykilorð ef nemendur hafa farið í gegnum allt ferlið hér að ofan og eru með notandanafn.
-
Nemendaskrá er í Háskólatorgi og er opin 9:00-15:00 alla virka daga.
Tölvupóstur: nemskra@hi.is
Sími: 5254309 -
Tölvuþjónusta UTS er á Háskólatorgi og Stakkahlíð og er opin frá 8:00 til 16:00
Tölvupóstur: help@hi.is
Sími: 5254222