Umsóknarferli fyrir nýnema

Hér á vefsíðu HÍ er að finna ítarlegar upplýsingar um hvernig sótt er um nám við HÍ:

Ferlið er í stuttu máli svona:

 • Þú finnur þá námsleið sem þú vilt stunda nám við á hi.is.
 • Þegar þú finnur það sem þú vilt sækja um smellir þú á „Sækja um nám“ og þá kemur þú á yfirlitssíðu yfir umsókn um nám í HÍ. Smellir þar svo á „Sækja um nám“.
 • Þá opnast Samskiptagáttin. Það er sá staður sem þú munt fara inn til að fylgjast með og breyta umsókninni. Samskiptagáttin er hér: ugla.hi.is/namsumsoknir/
 • Í fyrsta skipti sem þú ferð þangað inn þarftu að búa þér til aðgang í samskiptagáttina. Þetta á líka við um þá sem nú þegar stunda nám við HÍ. Allir sem ekki hafa notað Samskiptagáttina áður þurfa að búa til aðgang þar inn. Venjulegur Uglu-aðgangur virkar ekki.
 • Þegar þú ert kominn inn á Samskiptagáttina þá eru þar að finna 3-4 flipa:
  • Upplýsingar: Þarna er að finna allar helstu upplýsingar sem þú þarft að vita um umsóknarferlið eins og umsóknafrestir, inntökupróf (þegar það á við), inntökuskilyrði ofl.
  • Yfirlit umsókna: Hér sérðu þær umsóknir sem þú ert með í gangi. Hér getur þú opnað umsókn sem þú ert að vinna í og þá opnast í flipinn „Umsókn“ (sjá hér að neðan)
  • Námsleiðir: Hér getur þú flett upp þeim námsleiðum sem eru í boði og getur þá smellt á „Sækja um“ til að virkja og opna næsta flipa.
  • Umsókn: Hér opnast sú umsókn sem þú hefur valið. Þú getur vistað hana og geymt og unnið í síðar. Umsókn er ekki send inn fyrr en smellt er á „Senda umsókn“.
 • Þú fylgist svo með stöðu mála í Samskiptagáttinni.
 • Þegar umsókn er samþykkt þá gefst þér tækifæri á að greiða skráningargjöldin með korti. Þegar þú greiðir með korti færðu strax möguleikann á að smella á takka til að sækja notandanafn og lykilorð (ef þú ert ekki með slíkt fyrir).
 • Athuga skal að þegar notandanafn og lykilorð er sótt í fyrsta skipti er gott að bíða í ca. 2 klukkutíma áður en reynt er að skrá sig inn.

 

Það kemur einstaka sinnum fyrir að eitthvað misferst í skráningu sem lýsir sér þannig að lykilorð gengur ekki með notandanafni, þá er nauðsynlegt að nálgast nýtt lykilorð hjá Tölvuþjónustu UTS. Einungis er hægt að fá úthlutað lykilorð ef nemendur hafa farið í gegnum allt ferlið hér að ofan og eru með notandanafn.