Hringja í Teams

1)  Til að hringja í Teams byrjar þú á því að velja hnappinn Calls. Þar geturðu valið speed dial, contacts, history og skoðað voicemail ef þú hefur útbúið svoleiðis.

Hringja, teams

Í Speed dial er hægt að búa til hóp og bæta við fólki sem þú hringir oft í.
Einnig er hægt að nota Contacts til að vista númer, notaður er takkinn Add contact.
Í History geturðu svo skoðað símhringingar sögu þína.

2) Til að hefja símtal slærðu inn númerið sem þú vilt hringja í og smellir á Call hnappinn.
Ef þú ert að hringja innan háskólans þá slærðu inn öftustu fjóra í númerinu t.d. 4222 til að hringja í 525-4222.
Númerið þitt er svo fyrir ofan reitinn þar sem þú skrifar inn símanúmer.

hrinja, numer

3) Ef deildin þín hefur sett upp Call queue fyrir sameiginlegt símanúmer þá ferðu í valmyndina þína í hægra horninu -> Settings -> Calls -> skrollar svo neðst niður og hakar við röðina sem þú vilt að hringi.
Einnig eru aðrar stillingar í Settings -> Calls sem þú getur breytt svo sem símhringing, símsvörun og fleira. Gott er að lesa vel yfir það ef þú vilt breyta einhverju.

stillingar, settings

Bidrod, bidradir

4) Ef ekkert heyrist í þér eða þú ekki í öðrum þá skaltu kanna hvort að tækin séu tengd og prufa að velja “Make a test call”, þetta er gert í Settings -> Devices. Ef það kemur upp villa skaltu prufa að breyta um Speaker ef þú heyrir ekki í neinum eða Microphone ef ekkert heyrist í þér.

stillingar, taeki, mikrafonn, heyrnatol