Hér eru leiðbeiningar hvernig á að sækja og setja upp Mind Manager í Makka.
1. Fyrst þarf að fara í Ugluna og smella á "Tölvuþjónusta", síðan "Hugbúnaður" og loks "MindManager".
2. Þá kemur upp síða þar sem þú getur nálgast MindManager. ATH að lesa yfir skilmálana en bannað er að láta öðrum í té þann lykil sem þú sækir.
3. Smelltu á viðeigandi mynd til að sækja rétta útgáfu af MindManager. Náðu því næst í leyfislykilinn (neðst) og vertu með hann tilbúinn þar til síðar í uppsetningarferlinu (skref 11).
4. Þegar þú hefur niðurhalað forritinu þá tvísmellir þú á skránna sem þú varst að sækja. Þá kemur upp rauður gluggi.
5. Því næst opnar þú "Application" möppuna. Það gerir þú með því að fara í Finder, smella á "File" og velja "New Finder Window".
6. Þegar nýr Finder gluggi kemur þá finnið þið "Application" möppuna undir "Places" vinstra megin í vallistanum. Smellið á "Applications" til að velja hana.
7. Dragið því næst MindManager merkið úr rauða glugganum yfir í "Applications" möppuna og sleppið því þar.
8. Nú fer tölvan í það að setja upp foritið. Það gæti tekið nokkrar mínútur.
9. Þú gætir fengið aðvörun þegar forritið er opnað í fyrsta skipti. Smellið þá á "Open". Setjið svo inn leyfislykilinn þegar þið eruð beðin um það.
10. Hér getur þú valið hvort þú viljir fá kennslu í MindManager. Ef þú vilt fara að vinna beint í forritinu þá smellir þú bara á myndina fyrir framan "Start using MindManager". ATH ef þú vilt ekki framar fá þennan glugga upp getur þú tekið hakið af "Show this Window at Startup".
11. Til að setja inn leyfið þá smellið á "MindManager" efst til vinstri á stikunni og veljið þar "About Mindjet MindManager".
12. Smellið því næst á "Licence" og í glugganum sem opnast setjið þið inn leyfislykilinn sem þið fenguð uppgefin í skrefi 1. Smellið því næst á OK og lokið "About" glugganum.
13. Nú ætti forritið að vera klárt til notkunnar.
ATH að skráin sem þið náðuð í á netinu er nú óþörf og má eyða. Þið dragið því skránna yfir í ruslið (ath að þetta er skráin í Downloads möppunni en ekki í Applications möppunni)