Prentský fyrir starfsmenn linux

Leiðbeiningarnar eru ekki tæmandi fyrir allar linux útgáfur en ættu að virka fyrir flesta.
 
 
1. Opna "Print Settings" og smella á "+ Add". Gætir þurft að slá inn lykilorð nokkrum sinnum í ferlinu.
 
 
2. Í "New Printer" glugganum smella á Network Printer -> Windows Printer via SAMBA. Undir SMB Printer setja inn: 130.208.143.155/prentsky-hi. Setja í Password uglu lykilorðið og í Username: CS\uglu notendanafnið þitt .
 
 
3. Veldu Ricoh í listanum og ýttu á "Forward"
 
 
4. Veldu MP C3004ex og Ricoh MP C3004ex PS og ýttu á "Forward"
 
 
5. Breyttu PostScript í Adobe PostScript
 
 
6. Skrifaðu nafn að eigin vali í Location og ýttu á "Apply"
 
 
7. Þegar uppsetningu er lokið ættirðu að geta prentað út. Prentun er svarthvít og báðum megin á síðu sjálfgefið ef stillingum er ekki breytt. Í fyrsta skipti sem er prentað þarf að fara að prentaranum og fylgja þeim leiðbeiningum sem þar eru við að virkja kortið / dropann, það þarf einungis að gera í fyrsta skipti sem tæki í prentskýinu er notað. Eftir það getur þú gengið að hvaða optima skýjaprentara sem er í HÍ og skjalið prentast eftir að þú hefur lagt kort eða dropa að tækinu, ef þú ert ekki með kort eða dropa er einnig hægt að skrá sig inn með uglu notendanafni og lykilorði. Skjalið geymist í 24 tíma í prentröðinni.