Notendaþjónusta

Notendaþjónustan veitir starfsfólki Háskólans ráðgjöf varðandi tölvur og hugbúnað. Þessa þjónustu hafa sífellt fleiri notendur nýtt sér t.d. þegar verið er að kaupa tölvur fyrir stofnanir og deildir Háskólans. Í þeim tilfellum tryggir þetta að búnaður sem keyptur er, sé samhæfður netumhverfi Háskólans auk þess sem mikilvægt er að nýr búnaður falli vel að eldri búnaði á viðkomandi stað.

Notendaþjónustan aðstoðar einnig nemendur með sín tölvutengdu vandamál. Notendaþjónustan rekur þjónustuborð sem kallað er Tölvuþjónusta UTS og er staðsett í Háskólatorgi og í Stakkahlíð. Hér má lesa nánar um þjónustuna: Tölvuþjónusta UTS.