ATH - Þráðlaust ráðstefnunet er ekki ætlað fyrir kennslu eða námskeið
Ef um kennslu eða námskeið er að ræða þá er æskilegt að sótt sé um notendanafn fyrir hvern nemanda og notast við þráðlausa netið "eduroam." Upplýsingar um eduroam eru hér: uts.hi.is/eduroam
ATH - Þráðlaust ráðstefnunet er einungis virkjað á eftirfarandi tímum
Þegar þráðlaus ráðstefnunet eru virkjuð/stofnuð þá eru öll þráðlaus net í viðkomandi húsi endurræst og það veldur truflun á netsambandi. Þar af leiðandi eru þráðlaus ráðstefnunet EKKI stofnuð/virkjuð nema á eftirfarandi tímum, til þess að lágmarka truflun á öðrum þráðlausum netum:
- Að morgni til á milli kl. 05:00 og 08:00 Í hádeginu á milli kl. 12:00 og 13:00 Og á milli kl. 16:00 og 24:00
Þetta þýðir að ef umsókn um þráðlaust net berst á milli kl. 08:01 og 11:59 sama dag og ráðstefna hefst, þá er EKKI hægt að virkja ráðstefnunetið fyrr en kl. 12:00
Aðrar mikilvægar upplýsingar um ráðstefnunetið
Ráðstefnunet UTS er aðgangur að þráðlausu netsambandi. Ráðstefnunetið heitir "CONFERENCE". Notendur þurfa að slá inn lykilorð til þess að tengjast netinu. Ráðstefnunet er ekki opið lengur en í 5 daga samfellt.
Athugið. Aðgangur að þráðlausu ráðstefnuneti og tölvum í tölvuverum veitir ekki aðgang að útprentun. Til þess að prenta út þarf notendanafn hjá HÍ.
Ef fyrirlesarar þurfa aðgang að kennslutölvum í kennslustofum, þá er hægt að fá úthlutað notandanafni í tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi eða Stakkahlíð sem gildir á allar kennslutölvur og tölvuver. Sækja þarf notandanafnið á opnunartíma, virka daga frá 8-16.
Einungis starfsmenn HÍ geta sótt um þráðlaust ráðstefnunet. Hafi aðili utan HÍ fengið úthlutað aðstöðu fyrir ráðstefnu, í húsnæði HÍ, þá skal sá starfsmaður HÍ, sem er ábyrgur fyrir úthlutuninni/ráðstefnunni eða umsjónarmaður hennar, sækja um aðganginn.
Miðað er við að ráðstefnugestir séu 10 eða fleiri. Ef gestir eru færri þá skal sækja um skammtímaaðgang að eduroam í Uglu. Það er gert hér: Skammtímaaðgangur að þráðlausu neti og tölvuverum
Þráðlaust ráðstefnunet er tryggt með svokallaðri WPA2 dulkóðun sem þýðir að notendur þurfa að slá inn lykilorð þegar þeir tengjast netinu í fyrsta skipti. Sá sem sækir um ráðstefnunetið getur ákveðið hvað WPA2 lykilorðið er fyrir netið. Það þarf að vera að minnsta kosti 8 stafir og æskilegt er að nota ekki íslenska stafi. Ef enginn WPA2 lykill er valinn þá verður útbúinn 8 talna lykill og hann sendur til ábyrgðarmanns. Athugið að ráðstefnugestir verða að fá upplýsingar um WPA2 lykillinn, til þess að geta tengst ráðstefnunetinu.Hægt er að nálgast upplýsingar um lykilorðið hjá Tölvuþjónustu UTS á Háskólatorgi og Stakkahlíð, þegar ráðstefnunetið hefur verið virkjað.
ATH. Þráðlaust ráðstefnunet er einungis opnað í þeim byggingum þar sem ráðstefnan fer fram. Þráðlaust ráðstefnunet er í boði í eftirfarandi byggingum:
- Aðalbygging
- Askja
- Árnagarður
- Gimli
- Háskólabíó
- Háskólatorg
- Læknagarður
- Lögberg
- Neshagi
- Oddi
- Stapi
- Sturlugata 8
- Tæknigarður
- Veröld
- VR2
- VR3
- Þjóðarbókhlaða
og einnig í húsum Menntavísindasviðs í:
- Stakkahlíð
- Skipholti
- Bolholti
Hvernig er sótt um?
Sótt er um ráðstefnunet í Uglu. Umsóknin er undir Tölvuþjónusta -> Umsóknir -> Ráðstefnunet. ATH þeir sem eru utan HÍ þurfa að sækja um í gegnum tengilið í HÍ. Í umsókninni þarf að koma fram;
- Heiti ráðstefnu
- Fjöldi gesta
- Staðsetning
- Greiðandi: Skipulagseining - verkefni eða kennitala greiðanda (ef greiðandi er ekki með viðfangsnúmer hjá HÍ).
Hvað kostar að tengjast ?
Fjöldi | Verð | |
10 - 99 | 15.000 | |
100 - 249 | 25.000 | |
250 - 499 | 50.000 | |
500 - 999 | 100.000 | |
Fleiri en 1000 - Hafið samband við UTS |
Hvaða þjónusta er innifalin?
Engin auka þjónusta er veitt við ráðstefnugesti, nema um það sé samið sérstaklega.