Teams símtalsflutningur

Hér er talað um hvernig símtalsflutningur fer fram í Teams símkerfinu.

 

1) Þú getur flutt símtalið beint án frekara samráðs með því að fara í punktana 3 og velja "Flytja". Ef þú vilt spjalla við viðkomandi áður en þú flytur símtalið yfir veldu "Hafa samráð og flytja svo", þá fer hringjandi á bið á meðan.

 

2) Þú finnur þann sem þú vilt gefa símtalið á með því að slá inn nafn eða símanúmer viðkomandi

 

3) Smelltu á "Hafa samráð" eða "Teams-símtal", valmöguleikann með símtólinu til að hringja í þann sem þú vilt gefa símtalið á. 

 

4) Þegar viðkomandi svarar og þú vilt halda áfram með flutninginn smelltu á "Flytja" og þá flyst símtalið yfir, ef þú vilt hins vegar hætta við að gefa símtalið áfram smellirðu á "Hætta" til að skella á, þú þarft svo að fara aftur í gluggann með upphaflega símtalinu og taka það af bið til að halda áfram með það

 

5) Ef þú vilt flytja öll símtöl yfir á samstarfsfélaga farðu í punktana 3 og veldu Stillingar

 

6) Þú getur látið símann hringja hjá þér fyrst og látið hann svo færast yfir á einhvern annan eftir ákveðið langan tíma ef ekki er svarað með því að velja "Símtöl hringja hjá mér" og setja símanúmer í "Ef ekki er svarað" og velja eftir hversu langan tíma símtalið á að flytjast. Eða þú getur flutt símtöl alveg yfir á einhvern annann án þess að síminn hringi hjá þér, þá velurðu "Framsenda símtölin mín", velur hvern þú vilt framsenda á og setur inn nafn eða númer viðkomandi.