Ef þú átt ekki netbeini þá geturðu sett upp víraða nettengingu fyrir eina tölvu. Skrefin hér að neðan fara yfir ferlið til þess að setja upp slíka tengingu.
1. Finna MAC addressu kapalnetkortsins.
Fyrst þarf að finna MAC addressu kapalnetkortsins. Smellið á viðeigandi stýrikerfi til að sjá leiðbeiningar um það. (smellið hér til að fá hjálp með að finna rétt stýrikerfi)
ATH: Notandinn sem skráður er fyrir íbúðinni getur einungis sent inn eina MAC addressu.
2. Skrá MAC addressuna
Næst þarf að skrá sig inn í Uglu (ugla.hi.is) og þar undir "Tölvuþjónusta" velur þú "Umsóknir" og loks "Nettenging á stúdentagörðum".
Þá opnast þessi síða (sjá neðst á mynd) og þar skrifið þið inn MAC addressuna sem þið funduð í skrefinu hér á undan. Ekki þarf að hafa bil á milli stafa og stórir stafir og litlir stafir skipta ekki máli hér. Svo er smellt á "Klára umsókn." Um 30 mínútum síðar er skráningin komin í gegn.
Ef þú hefur ekki þennan möguleika í Uglunni þá er einhver annar skráður fyrir íbúðinni eða að skráningin er ekki komin í gegn til okkar.
3. Tengja tölvuna við vegg
Að lokum þarf að tengja netsnúru við nettengið á tölvunni og við ethernet portið í veggnum. Tengin í veggnum eru oft merkt “Sími” og “Net” eða með myndum af síma eða tölvu/skjá, notið tengið merkt Net eða með mynd af tölvu/skjá. Stundum eru nettengi á fleiri en einum stað í íbúðinni og þá gæti þurft að prófa fleiri en eitt.
Oftast nær þarf ekki að gera meira en stundum er netkortið ekki rétt stillt til að taka við IP tölu og því þarf að stilla það rétt. Ef tengingin þín er ekki enn orðin virk geturðu smellt á þitt stýrikerfi hér að neðan til að sjá hvernig þú stillir netkortið:
Þegar búið er að fylgja þessum skrefum þá ættir þú að vera með netsamband á Görðunum.