Prentun

Kaup á prentkvóta
Litaprentun
Skannar
Prenta báðum megin á síðu (Duplex)
Vandamál með prentun
Prentský fyrir starfsmenn

 

Hvað kostar að prenta út?

  • Prentkvóti reiknast í einingum. Þannig er ein venjuleg svarthvít prentun á eitt blað ein eining. Hver eining kostar 7 krónur og því kostar 7 krónur að prenta út eina blaðsíðu í svart hvítu.
  • Sé prentað báðum megin á síðu kostar það 2 einingar (14 kr.), en þú hins vegar gerir tréin glöð.
  • Hver blaðsíða sem prentuð er í lit kostar 5 einingar (35 kr.) Sjá nánar um litaprentun.

Hvar get ég prentað út?

  • Í flestum tölvuverum Háskólans eru prentarar og þar getur þú prentað út.

Hvar kaupi ég prentkvóta?

  • Prentkvóti er keyptur hjá þjónustuborðinu Háskólatorgi eða hjá Tölvuþjónustu UTS í Stakkahlíð. Einnig er hægt að kaupa hann í gegnum Ugluna með kreditkorti. Þá ferðu undir Tölvuþjónusta -> Prentkvóti (Sjá mynd hér fyrir neðan).

Get ég fengið prentkvóta endurgreiddan?

Nei því miður er það ekki hægt. Prentkvóti er einungis virkur á meðan á námi stendur og ekki er möguleiki að biðja um endurgreiðslu á ónýttum prentkvóta.

Hvernig sé ég hvað ég hef notað af prentkvótanum mínum?

  • Upplýsingar um stöðu á prentkvóta er að finna á sama stað og prentkvóti er keyptur: Tölvuþjónusta -> Prentkvóti eða á síðu sem geymir helstu upplýsingar um þínar þjónustur hjá UTS Tölvuþjónusta -> Mínar tölvuþjónustur.
  • ATH að þegar prentað er út þá uppfærist staðan ekki fyrr en um nóttina. Staðan sýnir því ekki þær útprentanir sem hafa átt sér stað yfir daginn.

Uglan mín - Prentkvóti

Hvernig stendur á því að fjöldi útprentaðra síðna hefur hækkað án þess að ég hafi prentað nokkuð út?

Ef þú kannast ekki við að hafa notað þennan pappír er líklegt að einhver annar hafi prentað út á þínu nafni.

  • Annað hvort hefur þú gleymt að skrá þig út úr tölvu í tölvuveri eða einhver annar hefur komist að lykilorði þínu og skráð sig inn sem þú.
  • Ef þú hefur örugglega skráð þig út og þig grunar að einhver hafi komist yfir aðgangsorðið þitt, skaltu breyta því við fyrsta tækifæri hér í Uglu: Stillingar -> Breyta lykilorði