Fundarbókun - MacOS

1) Nú ætlar þú að bóka fund. Þá smellir þú á „Meeting“ undir „Home“ flipanum:
Smellið á "Meeting" undir "Home" flipanum

2) Hér í „To“ reitnum setur þú inn netföng þeirra sem þú vilt bjóða. Ef viðkomandi er á tengiliða- (e. contact) listanum þínum ættu þeir að birtast þegar þú byrjar að skrifa nafn eða netfang viðkomandi. Í „Subject“ gefið þið viðburðinum nafn/titil. Í „Location“ setjið þið inn staðsetningu og veljið svo dagsetningu og tíma fyrir viðburðinn:
Fyllið út fundarboðið

3) Þegar „Request Responses“ er valið þurfa viðtakendur að boða komu sína á fundinn með að samþykkja boðið eða boða fjarveru sína:
Veljið "Request Responses" ef þið viljið að viðkomandi svari fundarboðinu

4) Uppi er takki sem kallast „Room Finder“. Þú getur smellt á hann ef þú ert að bóka fund í fundarherbergi HÍ. Þá getur þú notað „Room Finder“ til að bóka herbergið í leiðinni:
Smelltu á "Room Finder"

5) Þú velur dagsetningu á dagatalinu og byggingu undir „Show a room list“. Þá færð þú lista yfir fundarherbergi sem eru í boði í þeirri byggingu þú getur valið eitt þeirra sem er laust á fundartíma:

6) Að lokum smellir þú á „Send“:
Að lokum smellir þú á "Send"