Zoom er fjarfundarkerfi en við mælum þó eindregið með því að notendur nýti sér frekar Teams fyrir fjarfundi. En Zoom er samskonar hugbúnaður sem margir velja frekar að nýta sér og lesa má nánar um hann hér að neðan.
Í ókeypis aðgangi að Zoom er hægt að vera með 100 manna fundi í hámark 40 mínútur pr. fund. Aðgangurinn leyfir ótakmarkað marga fundi og upptökur sem vistast á tölvu.
Kennarar við Háskóla Íslands geta fengið Education leyfi frá UTS. Það þýðir að kennarar geta boðið upp á kennslustofu í Zoom með allt að 300 nemendum í ótakmarkaðar margar mínútur. Val er um að nota Zoom skýið fyrir 500 MB upptökur eða vista þær á tölvu.
Kennarar sækja um leyfi fyrir stærri og lengri fundi í gegnum UTS. Sendið þá beiðni í gegnum Þjónustugáttina eða sendið póst á help@hi.is frá starfsmannanetfanginu ykkar.