Bæta notendum í hóp

Það er einfalt að bæta notendum í hópa. Hægt er að gera það með því að bæta þeim við eftir nafni og/eða netfangi en einnig er hægt að senda boðskort í hópinn á marga í einu. Báðar þessar aðferðir eru skýrðar hér að neðan.

Bæta notendum í hóp

1) Veldu fyrst „Hópar“ á stikunni lengst til vinstri. Smelltu svo á punktana þrjá og veldu „Bæta við aðila“:
Smelltu á  Hópar og veldu svo bæta við aðila undir punktunum þrem

2) Fylgdu þessum skrefum:

  • Skrifaðu nafn eða netfang viðkomandi og veldu rétta aðila í listanum sem kemur upp. Þú getur sett marga notendur á stikuna áður en þú smellir á „Bæta við“.
  • Meðlimir birtast svo fyrir neðan stikuna. Þar getur þú valið hvort viðkomandi eigi að vera „Eigandi“ eða bara „Meðlimur“. Gott er að venja sig á að hafa allavega tvo eigendur að hverjum hóp.
  • Þegar þú ert búinn að bæta öllum við sem eiga að vera í hópnum smellir þú á „Loka“.

Bættu notendum við hópinn og smelltu á "Bæta við"

 

Senda mörgum boðskort í hópinn

Ef um marga notendur er að ræða að þá getur tekið tíma að fylla út formið hér að ofan. Þá getur verið betra að senda boðskort í hópinn. Þá er t.d. hægt að senda það boðskort á póstlista eða í tilkynningu. Svona er það gert.

1) Veldu fyrst „Hópar“ á stikunni lengst til vinstri. Smelltu svo á punktana þrjá og veldu „Fá tengil fyrir hóp“:
Smelltu á Hópar og veldu Fá tengil fyrir hóp undir punktunum þrem

2) Smelltu á „Afrita“ og sendu þennan tengil á þá sem þú vilt bjóða í hópinn eins og t.d. póstlista:
Smelltu á afrita

3) Þegar fólk smellir á tengilinn þá er það spurt hvort það vilji sækja um aðgang að þessum hóp. Þá er send beiðni frá viðkomandi um aðgang. Nú þarf að samþykkja viðkomandi. Veldu „Hópar“ á stikunni lengst til vinstri. Smelltu svo á punktana þrjá og veldu „Stjórna hópi“:
Smelltu á Hópar og veldu Stjórna hópi undir punktunum þrem

4) Smelltu á flipann „Beiðnir í bið“. Hér getur þú valið að samþykkja eða hafna öllum beiðnum eða samþykkja og/eða hafna einni í einu:
Smelltu á Beiðnir í bið