Niðurhala upptökum af zoom skýinu

Þegar gerð er upptaka á zoom er hægt að velja að vista hana í skýinu eða á tölvunni. Það er ekki ótakmarkað pláss á skýinu og því þurfa þeir sem vista þar og vilja eiga upptökurnar að sækja upptökuna af skýinu, upptökunum er eytt af skýinu á nokkurra mánaða fresti. Hér eru leiðbeiningar hvernig upptaka er sótt á zoom skýið:

 

1) Farðu inn á zoom.us í vafra og smelltu á "My account"

 

2) Veldu "Recordings" og smelltu á punktana þrjá aftan við upptökuna sem þú vilt niðurhala

 

3) Veldu "Download"

 

4) Smelltu á "Download" og þá ætti upptakan að fara niður í Download möppuna á tölvunni þinni