Stundum er nauðsynlegt að vita hvaða stýrikerfi tækið sem þið eruð með keyrir á. Fyrir iPhone og iPad heitir stýrikerfið iOS og til að sjá hvaða útgáfu þið eruð með þá fylgið þið eftirfarandi skrefum.
1) Smellið á "Settings":
2) Veljið "General" og síðan "About":
3) Hér undir "Version" má sjá hvaða útgáfu þið eruð með. Í þessu dæmi er það 10.2: