Áskrift að póstlista

Hér eru tvær leiðir hvernig þú skráir þig á póstlista.

Leið 1:

Sendu póst á "listanafn"-subscribe@listar.hi.is (fyrir listanafn lætur þú nafn viðkomandi lista sem þú vilt gerast áskrifandi að án gæsalappa).
Dæmi: Ef þú vilt gerast áskrifandi að lista hi-starf þá sendirðu póst á: hi-starf-subscribe@listar.hi.is

Skömmu síðar færð þú sendan póst frá póstlistanum þar sem þú þarft að staðfesta skráningu á listann með því að svara þeim pósti eða smella á tengil í póstinum.

Leið 2:

Þú getur einnig farið inná áskriftarsíðu viðkomandi lista með því að slá inn þessa slóð og í lokin nafn listans: http://listar.hi.is/mailman/listinfo/nafn listans
Dæmi: http://listar.hi.is/mailman/listinfo/hi-starf

Þú skráir þig svo á listann undir flokknum "Subscribing" þar sem þú fyllir út eftirfarandi:
 

  • Your e-mail address: notendanafnið þitt@hi.is
  • Pick a password: hér velur þú þér lykilorð
  • Reenter password to confirm: hér slærðu sama lykilorðið inn aftur
  • Ýtir svo á "Subscribe" þegar þú ert búinn að slá þessar upplýsingar inn.

Eftir stutta stund færð sendan póst frá listanum t.d. hi-starf-subscribe@hi.is

Það eina sem þarf núna að gera er "Reply" og "Send" og þá ættir þú að fá póst til baka um að þú sért skráður á póstlistann.