Tilkynningar frá hópum

Það eru nokkrar leiðir til að stilla hvenær og hvert þú færð tilkynningar frá hópum í Teams. Hér er sýnt hvernig þú stillir tilkynningar almennt og svo hvernig þú stillir tilkynningar frá einstökum rásum í hópum og einnig ákveðnum umræðum innan rásar.

Tilkynningar almennt

1) Smelltu á myndina af þér efst í hægra horni og veldu „Stillingar“:
Smellið á myndina af ykkur og veljið Stillingar

2) Hér eru tveir möguleikar sem snúa að tilkynningum.

  • Aðgangsstilling: Hér getur þú sett inn notendur sem eru með forgangsaðgang. Það þýðir að þú færð tilkynningar frá þeim notendum sem þú hefur listað upp hér þó svo að þú sért með stillt á „Ónáðið ekki“ (eins og þegar þú ert á fundum o.s.frv.).
  • Tilkynningar: Hér getur þú stillt hvenær og hvernig þú færð tilkynningar. Þessir möguleikar eru í boði:
    • Borði og tölvupóstur: Þú færð tilkynningu bæði sem borða (popup) í tölvunni og einnig færðu tölvupóst eftir ákveðinn tíma ef þú hefur ekki séð skilaboðin. Stilling á því eftir hve langan tíma tölvupóstur berst er neðarlega á þessum lista.
    • Borði: Þú færð tilkynningu sem borða (popup) í tölvunni. Þú færð engan tölvupóst þó svo að þú hafir ekki séð skilaboðin í Teams.
    • Sýna aðeins í straumi: Þú færð engan borða (popup) og engan póst en færð tilkynningu í flipanum „Virkni“ sem er staðsettur efst til vinstri í Teams.
    • Slökkt: Færð enga tilkynningu.

Listi yfir stillingar á tilkynningum

 

Tilkynningar frá rásum

1) Smelltu á punktana þrjá hjá þeirri rás sem þú vilt stilla tilkynningar fyrir og smelltu á „Tilkynningar fyrir rás“:
Smelltu á punktana þrjá og veldu Tilkynningar fyrir rás

2) Veljið hér hvar og hvernig þið viljið fá tilkynningar fyrir rásina.

  • Allar nýjar færslur: Þegar einhver byrjar á nýrri umræðu (færslu) þá getur þú valið að fá tilkynningu. Í næsta skrefi er sýnt hvernig þú getur valið að slökkva á tilkynningum í einsökum umræðum.
  • Hafa öll svör með:
  • Ummæli á rásum: Hér er átt við þegar einhver merkir þig eða rásina alla (eða hópinn) með @ merki að þá getur þú valið hér hvort og hvernig þú færð tilkynningu.

Veljið réttar stillingar og smellið á Vista

3) Ef þú ert að fá tilkynningar frá rás en svo kemur umræðuþráður sem þú vilt ekki fylgjast með þá getur þá sett bendilinn yfir kassann þar sem umræðan hefst, smellt á punktana þrjá og valið „Slökkva á tilkynningum“. Þá færð þú ekki frekari tilkynningar um þennan umræðuþráð. Þú færð samt sem áður enn tilkynningar þegar ný umræða hefst á rásinni.
Smelltu á punktana þrjá við þráðinn og veldu Slökkva á tilkynningum