Inspera - lokað prófaumhverfi

Þessar leiðbeiningar útskýra hvað þarf að gera til að undirbúa próftöku í lokuðu umhverfi Inspera.

Inspera virkar í Windows 7 og nýrra og macOS 10.12 og nýrra. Nemendur með eldri stýrikerfi, Linux eða Chromebook geta fengið tölvur lánaðar í prófinu, frekari upplýsingar um það í upplýsingapósti fyrir prófið. 

1. Fara inn á https://hi.inspera.com í Chrome, Firefox eða Safari (ekki Internet Explorer eða Edge)

2. Velja "Innskráning með Uglu netfangi" og skrá sig inn með HÍ netfanginu (með @hi.is) og Uglu lykilorði.

3. Þá opnast eftirfarandi valmynd með þremur flipum: My tests, Archive og Demo tests. 

 

4. Þaðan er farið í Demo tests flipann hægra megin þar sem tvö prufupróf ættu að birtast. Eitt prófið er í opnu umhverfi og eitt í lokuðu umhverfi.

 

5. Smellt er á SEB prufupróf í lokuðu umhverfi og þá opnast þessi valmynd:

 

6. Alveg neðst á síðunni er "Download" hnappur, smellt er á hann.

 

7. Þá opnast gluggi þar sem velja þarf stýrikerfi, smellt er á viðeigandi stýrikerfi og þá hleðst niður uppsetningarskrá fyrir Safe Exam Browser.

8. Opna þarf skrána og fara í gegnum uppsetningu eins og fyrir hvert annað forrit. Þegar því er lokið þarf ekki að skipta sér neitt af Safe Exam Browser forritinu, öll notkun fer í gegnum Inspera vefinn sem sér um að opna SEB.