Uppsetning og helstu stillingar fyrir Zoom

Hér er sýnt hvernig þið sækið Zoom og helstu stillingar er að finna neðst á síðunni.

Þið sækið Zoom með því að smella hér:

 

1) Þegar búið er að bæta Zoom leyfi á ykkur fáið þið póst frá Zoom með „Activate Your Zoom Account“ takka sem þið þurfið að smella á til að fá aðgang að Zoom.

 

2) Ýttu á Sign Up with a Password. Ef þú hefur þegar búið til reikning með sama netfangið færðu strax innskráningarglugga og getur skráð þig inn og farið beint í skref 6.

 

3) Þú þarft að fylla út nafn og búa þér til lykilorð fyrir Zoom og ýtta svo á continue.

 

 

4) Gott er að fara svo í „Go to My Account“ til að stilla Zoom.

 

5) „Personal Meeting ID“ þarf að vera 10 tölustafir, við mælum með að nota símanúmerið þitt með landnúmeri (354) fyrir framan, auðvelt að muna. Einnig er gott að breyta „Personal Link“ í eitthvað sem þú manst og svo hlekkurinn sé alltaf sá sami. 

 

6) Undir Meetings er hægt að stilla zoom þannig að það sé öruggara. Til að komast í þessar stillingar úr Zoom er farið í tannhjólið, profile og edit my profile. Haka í Meeting Password til að fólk þurfi að vera með lykilorðið til að komast inn á fundinn, þið veljið sjálf lykilorðið. Og haka í Enable waiting room svo samþykja þurfi alla inn á fundinn. Hægt er að velja annað hvort báða eða annan hvorn möguleikann.

 

7) Hér eru helstu stillingar í Zoom:

  1. Enter Full Screen - Fylltu út í skjáinn
  2. Mute - Slökktu á hljóðnemanum þínum
  3. Stop video - Slökkva á myndavélinni þinni
  4. Invite - bjóða fólki á fundinn
  5. Manage Participants - Halda utan um þátttakendur
  6. Polls - Getur búið til kannanir
  7. Share - Getur deilt skjánum þínum eða ákveðnum glugga
  8. Chat - Getur skrifað skilaboð inn á fundinn
  9. Record - Getur tekið upp fundinn
  10. Breakout rooms - Getur skipt fundarmeðlimum upp í hópa
  11. End Meeting - Hætta á fundinum

 

8) Einfaldasta leiðin til að bjóða fólki á fjarfund gegnum Zoom er að afrita „personal link“ og senda á þátttakendur. Í námskeiðum er hægt að setja hlekkinn inn á námskeiðið einu sinni og hann helst eins allan tímann.