Við hvetjum alla til að setja upp minnst tvær leiðir til að auðkenna sig. Ástæðan er ef að ein leið virkar ekki (sími týnist, skipt er um síma, skipt um símanúmer o.s.frv.) að þá er hægt að velja aðra leið til að auðkenna sig.
Hér er sýnt hvernig þú setur inn aðra auðkenningarleið.
1) Byrjar á því að fara inn á mfa.hi.is. Þú þarft að auðkenna þig til að skrá þig þar inn (t.d. Innskráning með tveggja þátta auðkenningu)
2) Smelltu á „Öryggisupplýsingar“ og þar velur þú „Bæta aðferð við“:
3) Hér velur þú þá aðferð sem þú vilt bæta við. ATH að hægt er að vera með fleiri en eitt símanúmer og fleiri en eitt sannvottunarforrit sem aðferð. Engin takmörk eru fyrir því hvað þið setjið upp margar aðferðir:
4) Þegar þið hafið fylgt skrefunum sem á eftir koma sem eru misjöfn eftir því hvaða aðferð þið bætið við þá getið þið ráðið hvaða aðferð á að vera sjálfgefin: Sjáfgefin innskráningaraðferð