Garðanet

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á garðaneti með router

Vert er að taka fram í byrjun að kerfi stúdentagarða sendir upplýsingar um nýja leigutaka eftir klukkan 13 og 18 á hverjum degi og þá fyrst ætti að vera hægt að tengjast netinu ef um nýja leigutaka er að ræða.

  1. Tengið netsnúru í WAN tengið á router og nettengið í veggnum.
    1. Flestir routerar eru með fjögur LAN tengi merkt 1-4 og eitt öðruvísi tengi sem er WAN tengið (stundum merkt Internet), notið WAN tengið.
    2. Tengin í veggnum eru oft merkt “Sími” og “Net” eða með myndum af síma eða tölvu/skjá, notið tengið merkt Net eða með mynd af tölvu/skjá. Stundum eru nettengi á fleiri en einum stað í íbúðinni og þú gætir þurft að prófa fleiri en eitt.
  2. Finnið WAN MAC addressu routersins. Þessi addressa er EKKI sú sama og er skráð á límmiðann á routernum, síðustu 1-2 stafirnir ættu að vera öðruvísi. Hægt er að finna addressuna í stjórnstöð routersins:
    1. Til þess að komast inn á stjórnstöðina þarf að tengjast Wi-Fi frá routernum (þó að netsambandið sé ekki komið).
    2. Fara svo inn á IP tölu routersins. Oftast er það http://192.168.1.1 en það ætti að standa á routernum hvaða IP tölu á að nota.
    3. Skrá sig inn með notendanafni og lykilorði sem stendur á router, oftast er það admin og admin.
    4. Klára uppsetningarferli ef það kemur upp. Þið ættuð ekki að þurfa að breyta neinum stillingum.
    5. Skoða upplýsingarnar sem koma fram um routerinn og tenginguna til þess að finna WAN MAC addressuna, oftast er hún undir flipum eins og “Internet” eða “Status.” Addressan ætti að vera eins og sú sem stendur á routernum fyrir utan 1-2 síðustu stafina.
  3. Skráið því næst WAN MAC addressuna í Uglu. Þið finnið umsóknina undir Forsíða > Tölvuþjónusta > Umsóknir > Nettenging á stúdentagörðum: https://ugla.hi.is/thjonusta/umsoknir/net/gardar.php?sid=3609.
  4. Bíða þarf í um klukkustund áður en MAC addressan verður virk í kerfinu. Eftir þann tíma ætti netsambandið að vera komið inn. Ef ekki, prófið að endurræsa routerinn með því að aftengja hann við rafmagn og tengja aftur.