Um eduroam

eduroam er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum.

Með tengingu við eduroam (education roaming), geta notendur háskóla og rannsóknastofnana tengst netum annara eduroam tengdra aðila víðs vegar um heiminn, með því að auðkenna sig við eigin auðkenningarþjóna. Viðkomandi háskóli eða rannsóknarstofnun veitir einnig utanaðkomandi aðilum (þ.e. aðilum frá öðrum eduroam tengdum stofnunum) aðgang að sínu eigin neti undir sömu formerkum.

Hér er hægt að lesa allt um eduroam: http://www.eduroam.org/