Umgengnisreglur í tölvuverum

Láttu ekki þitt eftir liggjaReglur um umgengni í tölvuverum:

  • Sýnið tillitsemi gagnvart öðrum notendum!
  • Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í tölvuverum. Hins vegar má vera með drykki í lokuðum fjölnota ílátum.
  • Gangið snyrtilega um og takið til eftir ykkur áður en þið yfirgefið tölvuver !
  • Óheimilt er að “taka frá” tölvu á einn eða annan hátt. Ef notandi yfirgefur tölvu í lengri tíma er öðrum notendum frjálst að yfirtaka hana, þó svo forrit séu í gangi á tölvunni.
  • Notkun farsíma er óheimil öðrum en starfsmönnum Háskólans.
  • Rýmið tölvuver tafarlaust þegar húsinu er lokað og þegar kennarar eða aðrir starfsmenn HÍ óska þess.
  • Notkun tölvubúnaðar UTS til tölvuleikja er ekki bönnuð, en sú almenna regla gildir að iðkendur tölvuleikja skuli víkja athugasemdalaust fyrir öðrum notendum ef um það er beðið.

Verði nemandi uppvís að broti á ofangreindum reglum, má hann eiga von á tafarlausri brottvísun úr tölvuveri.

Hér má lesa almennar húsreglur Háskóla Íslands: http://www.hi.is/skolinn/husreglur